Morgunrútínan mín Páskaversion <3
Í dag langaði mig til þess að deila með ykkur morgun rútínunni minni í páskafríinu sem er eina ástæðan fyrir því að ég ligg ekki uppi í sófa allan daginn að binge-a þætti og núna næ ég að nýta daginn eins vel og ég get alla daga.

Ég byrja á því að vakna 09:00 og ekkert snooze! ( ég er mesta snooze manneskjan sem þú finnur) svo bara það að snoozea ekki er að spara mér svona klukkutíma til tvo af morgninum. Ég fer fram og knúsast í Orku litlu, fæ mér svo 500ml af vatni, 1tsk apple cider vinegar og 1tsk sítrónusafi, enda svo á einu espresso skoti.
Næst klæðum við Orka okkur og förum í göngutúr, reynum að taka um 5km labb og vorum að finna æðislega leið út í skóg þar sem hún fær að hlaupa að vild.

Ég kem heim, hjóla 5km á hjólinu mínu og fæ mér svo morgunnmat, í dag fékk ég mér þennan æðislega súkkulaðichiagraut en held það sé enn betra að bæta við höfrum, geri það næst! Ég fæ mér meira vatn og jafnvel annan kaffibolla.
Ég er að reyna að hreyfa mig max í þessu páskafríi svo ég tek svo smá æfingu 30-60mín eftir morgunnmat, þótt það sé ekki nema nokkrar þrekæfingar eða styrktaræfingar. Fer svo í sturtu og græja mig og er þá til í daginn, og allt þetta fyrir hádegi :D
Þetta var u.þ.b rútínan sem ég held í páskafríinu mínu og hún er gjörsamlega að bjarga mér ! Nenni alltaf að halda heimilinu hreinu og fínu, leika við Orku og svo enda ég oft í því að baka alls konar gotterí, er að prófa mig áfram í sykur-, og hveitilausum uppskriftum og það gengur æðislega !