Journey to puppy love !
Í desember 2020 tókum við eina bestu ákvörðun lífs okkar ! Okei smá ýkt en við ákváðum að fá okkur hvolp, lítinn franskan bolabít. Við fengum stuttan fyrirvara en fengum hana tveim sólahringum eftir það að við sögðum já og eins gott því ég á nýja bestu vinkonu núna !
-Kviðslit, hundaþjálfun, hráfæði o.fl, come along
Introducing to the game : Orka the doggo <3 <3

Jesus minn, hafiði séð það sætara ! Við fengum Orku í hendurnar 9.des, við höfum hvorugt átt hund áður en Oskari (my man guy) hefur alltaf langað í hund. Ég hef sjálf alltaf verið frekar hrædd við hunda og eiginlega öll dýr svo við komumst loksins að samkomulagi með tegund en franskur bolabítur verður ekki stór, sem er big plus fyrir mig.
Við völdum þessa tegund því hún er frekar lítil, samt sporty og hún er það sem er kallað "lífstílshundur" en hún aðlagast þínum lífstíl, ef þú ert sófakartafla, þá er hún sófakartafla. Við erum medium active og það hentar okkur vel, hún er núna að verða 6 mánaða og hún fer létt með 5km morgunngönguna okkar og meira. Þessi tegund er þó mjög dýr en 110% þess virði.

Hún fæddist með kviðslit en við förum með hana í 6mánaða skoðun bráðlega og þá sjáum við hvort það muni hafa áhrif á framtíðina, hún gæti þurft í aðgerð og kannski aldrei gengið með hvolpa.
Orka byrjaði í hundaþjálfun í janúar 2021 þegar hún var um þriggja mánaða. Hún er í einkaþjálfun sem virkar þannig að þjálfari kemur til okkar 1x í viku og þjálfar hana, sem er gjörsamlega æðislegt og ég gæti ekki mælt meira með þessu, hún fær góða þjálfun í öruggu umhverfi.
HRÁFÆÐI
Ein besta ákvörðun sem við höfum tekið er að setja Orku á hráfæði, en við vorum lengi að fræða okkur um þetta og komumst fljótt að þeirri niðurstöðu að það væri lang best fyrir hana. Við byrjuðum að breyta yfir þegar hún var 3/4mánaða, við hefðum gert það fyrr en við vorum ekki viss hvort hún mætti byrja svona ung en það var ekkert mál!
Mér finnst æðislegt að gefa henni ferskan og góðan mat, en það mikilvægasta sem þarf að hugsa um er að skipta máltíðunum vel á milli og hafa gott jafnvægi á öllum máltíðunum, og vera meðvitaður um það hvað hún þarf. Þegar ég hugsa um það núna myndi ég aldrei skipta aftur í "þurrfæði" eða "hundamat", mér finnst það svipað og að ég myndi bara gefa barninu mínu pakkamat eða skyndibita.
Það sem ég gleymdi fyrst og hef alltaf bakvið eyrað núna er að hún fær lýsi 1x á dag og gleymi ekki að gefa henni "fersk" bein líka !


Þessi kúrari og hjartaknúsari er 100% þess virði
-Edda